Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 359 svör fundust

Hvað er kýfingur sem kemur fyrir í samsetta orðinu auðkýfingur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur „kýfingur“ úr orðinu „auð-kýfingur“ og hvað þýðir það? Orðið -kýfingur er dregið af sögninni kýfa ‘setja kúf á, hrúga niður’. Sem ópersónuleg sögn er hún til dæmis notuð í sambandinu það kýfir niður snjó ‘það snjóar mikið’. Hér hefur kýft niður snjó. ...

Nánar

Af hverju eru ljóskur taldar heimskar?

Goðsagan um heimsku ljóskuna er ótrúlega lífseig þótt margsannað sé að engin tengsl eru á milli háralitar og greindarfars. Samkvæmt mýtunni er ljóskan gjarnan með flöskulitað hár. Hún er bæði sæt og kynþokkafull, en jafnframt einföld, barnaleg og ósjálfstæð. Afar fátt kemst að í kolli ljóskunnar, nema helst vangav...

Nánar

Hvaða rönd er átt við þegar menn segja "í aðra röndina"?

Orðið rönd merkir ‘brún, barmur, jaðar, rák’. Orðasambandið í aðra röndina merkir ‘að hálfu leyti, að nokkru leyti, hálfvegis’ og eru elst dæmi um það í söfnum Orðabókar Háskólans frá því um miðja 19. öld. Líkingin í orðasambandinu er ekki fullljós. Þó gæti verið átt við brún til dæmis á umslagi þar sem ein rönd...

Nánar

Hvaða landi tilheyra Álandseyjar?

Álandseyjar eru sjálfstjórnarsvæði innan Finnlands. Það þýðir að eyjarnar hafa eigið þing sem getur sett lög um ýmis innanlandsmál, til dæmis menntun, heilbrigðisþjónustu, efnahagsmál og löggæslu. Finnska ríkið fer hins vegar með utanríkismál, dómsmál, hegningarlög, tolla og mynt. Álandseyjar eru 6.500 eyjar í ...

Nánar

Eigið þið uppskrift að góðri drápu eða vísu?

Með drápu er átt við kvæði af sérstakri tegund. Megineinkenni drápunnar eru stefin, sem geta verið eitt eða fleiri, og eru endurtekin með jöfnu millibili. Að formi til er drápunni skipt í þrennt. Fyrsti hluti er án stefja og er eins konar inngangur á undan fyrsta stefi. Þá taka við stefjabálkar eða stefjamál og er...

Nánar

Af hverju dreymir mann?

Draumar hafa löngum þótt merkilegir og jafnvel verið taldir geta gefið mikilvægar upplýsingar um framtíðina eða um manns eigið ómeðvitaða hugarstarf. Ekki er þó ýkja langt síðan farið var að rannsaka þá á vísindalegan hátt. Vísindamenn eru ekki sammála um af hverju fólk dreymir. Ein hugmynd er sú að draumar séu...

Nánar

Hvernig á að beygja erlend nöfn og íslensk ættarnöfn í eignarfalli?

Oft er fólk í vafa um beygingu erlendra nafna og íslenskra ættarnafna í eignarfalli. Mælt er með eftirfarandi reglum (sjá nánar um þetta efni rit Ingólfs Pálmasonar, Um ættarnöfn og erlend mannanöfn í íslensku, 1987): Ættarnöfn kvenna, innlend sem erlend, eru að jafnaði ekki beygð: að sögn Sigríðar Snævarr, þáttu...

Nánar

Hvernig verða stjörnur til?

Í svari við spurningunni Hvernig er þróun sólstjarna háttað? kemur fram að sólstjörnur verða til í risastórum gas- og rykskýjum í Vetrarbrautinni, en Vetrarbrautin er safn hundruð milljarða stjarna: Stjörnur verða til í geysistórum gas- og rykskýjum, einhvers staðar í vetrarbrautunum. Við köllum slík ský stjörn...

Nánar

Hvað er átt við með umframbyrði skatta?

Þótt heimasniðnir sauðskinnskór þekkist ekki lengur og handprjón teljist fremur tómstundagaman en heimilisverk er þó enn eitthvert lífsmark með heimilisiðnaði. Ef einhverju er að þakka virðist það helst vera nær óseðjandi þörf velferðarkerfisins fyrir skattheimtu. Tölvunarfræðingurinn eða tannlæknirinn sem hressir...

Nánar

Hvað er bjöllusauður?

Bjöllusauður er þýðing á enska orðinu bellwether. Það er sett saman af orðinu bell ‘bjalla’ og wether ‘sauður’. Orðið er gamalt í ensku og er bjöllusauðurinn forystusauður sem oft hefur bjöllu hangandi um hálsinn. Hrútar á bænum Lundi á Fljótsdalshéraði. En orðið hefur einnig aðra merkingu í ensku. Það er nota...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um Georgíu?

Georgía er í vesturhluta Kákasus, liggur að Svartahafi og á landamæri að Rússlandi, Aserbaídsjan, Armeníu og Tyrklandi. Eins og Armenía og Aserbaídsjan var það eitt af lýðveldum Sovétríkjanna fyrrverandi en hlaut sjálfstæði þegar þau liðuðust í sundur árið 1991. Georgía er um 69.700 km2 að flatarmáli og er áætlað...

Nánar

Hvað éta refir, éta þeir til dæmis krumma?

Fæðuval refa er mjög breytilegt bæði eftir tegundum og búsvæðum. Dr. Páll Hersteinsson prófessor við Háskóla Íslands hefur gert viðamiklar rannsóknir á íslenska refnum eða melrakkanum (Alopex lagopus) og þá meðal annars skoðað fæðuvistfræði hans. Niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á sýnum sem safnað var á áru...

Nánar

Er í lagi að drekka vatn úr ám og lækjum?

Neysluvatn er skilgreint sem matvæli og því eru vatnsveitur með eigið eftirlit rétt eins og matvælafyrirtæki og undir eftirliti heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Allt er þetta gert til þess að tryggja öryggi neytenda. Ár og lækir eru ekki undir slíku eftirliti og rannsóknir hafa sýnt að þetta vatn getur veri...

Nánar

Fleiri niðurstöður